KVENNABLAÐIÐ

Guðdómlegt GERBOLLUHJARTA að NORSKUM jólasið

Kærleikur, vinátta sem teygir sig áratugi aftur í tímann sem og móðurást tengjast allar þessari dásamlegu uppskrift, sem Hlíf Sævarsdóttir deildi með stolti á Facebook nú fyrr í vikunni og veitti SYKUR góðfúslegt leyfi til að birta.

Um er að ræða guðdómlegt gerbolluhjarta, en þó hveiti sé uppgefið í uppskriftinni má hæglega skipta út hveitinu fyrir glútenlaust mjöl. Sagan að baki gerbolluhjartanu er falleg í meira lagi, en Hlíf bakaði bolluhjartað fyrir skemmstu og bar á borð fyrir æskuvinkonur sínar, en sjálf er Hlíf búsett í Noregi.

11755138_10153458955607086_1187524383321711872_n

Uppskriftin er norsk og er runnin frá móður Hlífar, sem safnaði norskum jólablöðum um árabil og handskrifaði Hlíf uppskrifina upp úr ævagömlu tímariti sem fjallaði um helgasta tíma ársins og úr varð gullfallegt gerbolluhjarta, sneisafullt af óskilyrtri ást og kærleika.

11755143_10153458955092086_4235748468257645103_n

UPPSKRIFT: 

50 gr ger

4 msk olía

6 dl vatn

2 tsk salt

15 – 16 dl hveiti (eða glútenlaust mjöl)

Egg til penslunar

Hrærið út gerið með volgu vatni og bætið olíunni, vatninu, saltinu og hveitinu út í gerblönduna. Hrærið og hnoðið vel þar til úr verður vænt og mjúkt deig. Leggið nú deighnoðið í djúpan disk og breiðið plast yfir og látið hefast í 30 mínútur.

11755670_10153458955312086_397948779331249050_n

Hnoðið deigið vel að lokinni hefingu og rúllið í eina langa rúllu. Skerið niður rúlluna og hnoðið í litlar, jafnstórar kúlur. Raðið því næst kúlunum á vel smurða ofnplötu. Myndið hjarta úr öllum kúlunum sem þið hafið hnoðað til.

11745714_10153458955382086_2464557464868852960_n

*ATH: Nokkrar kúlurnar sem þið hnoðið eiga að mynda ytra byrði hjartans en þær kúlur eiga að vera örlítið stærri en hinar. Minni kúlurnar fara í miðjuna og mynda kjarna hjartans. Breiðið að lokum plastfilmu yfir hjartað á bökunarplötunni og látið hefast aftur í tæpan hálftíma, eða þar til deigið hefur lyft sér örlítið betur.

11745729_10153458955552086_7366719468720473492_n

PENSLIÐ að lokum deigið með samanþeyttum eggjum í skál, þegar það hefur tvíhefast og stingið í neðstu rim á bökunarofninum og bakið við 225 gráður í ca. 25 til 30 mínútur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!