KVENNABLAÐIÐ

8 dásamlegar fæðutegundir sem eru sneisafullar af KALSÍUM

Vissir þú að fjölmargar tegundir af ávöxtum og grænmeti eru sneisafullar af kalsíum og að þannig geta þeir sem glíma við laktósaóþol (mjólkurofnæmi) fengið gnægð af kalsíum t.a.m. með því að borða appelsínur!

Kalsíum er nauðsynlegt fyrir bein og tennur en steinefnið hjálpar einnig til við að viðhalda heilbrigðri blóðrás og æðakerfi, ásamt því að koma jafnvægi á blóðþrýsting. Samkvæmt fræðunum ætti fullorðinn einstaklingur að innbyrða u.þ.b. 1000 mg af kalsíum hvern dag til að mæta dagþörfinni en það mun vera um eitt glas af léttmjólk, ein jógúrt eða þykk sneið af venjulegum mjólkurosti. En ekki allir kæra sig um mjólkurvörur og kalsíum má þess utan fá úr baunum, ávöxtum og fjölmörgum öðrum fæðutegundum.

Grænt kál, sjávarföng og ávextir innihalda kalsíum en gleymið ekki að innbyrða D-vítamín samhliða, því líkaminn þarfnast D-vítamíns til að geta unnið úr kalsíum! Hér fara nokkrar fæðutegundir sem innihalda engan laktósa og eru ekki mjólkurafurðir, sem eru sneisafullar af kalsíum og öðrum bætiefnum sem eru líkamanum nauðsynleg til að viðhalda almennu heilbrigði:

btd-white-bean

#1 – Hvítar baunir

Hvítar baunir eru rjómakenndar og léttar og eru sneisafullar af kalsíum og járni – frábært meðlæti með pasta og grænmetisréttum. Að ekki sé talað um hversu ljúffengt er að gera hummus úr hvítum baunum.

sardines-can

#2 – Sardínur

Sardínur eru stórlega vanmetnar; þær eru einn hollasti fiskurinn sem hægt er að innbyrða, en auk þess að vera sneisafullar af kalsíum eru sardínur líka stútfullar af Omega-3 fitusýrum og D-vítamíni. Dásamlegar með grísku salati … eða beint úr dósinni!

dried-figs

#3 – Þurrkaðar fíkjur

Halló, andoxunarefni, trefjar og kalsíum! Fíkjur eru bráðhollar, þær eru dásamlegar þurrkaðar og frábært miðdegissnakk.

Bokchoy1

#4 – Bok Choy

Mmmm! Bok Choy er kínverskt kál og er stútfullt af A- og C-vítamíni. Bok Choy er líka trefjaríkt og kalsíum-auðugt. Prófaðu að saxa niður Bok Choy og blanda saman við hvítlauk og ólívuolíu og berðu fram með kvöldverðinum.

kale

#5 – Grænkál

Við elskum grænkál. Kalsíum, andoxunarefni og trefjar, já takk! Grænkál er frábær grunnur í salatið, næringarrík og holl viðbót í græna morgundrykkinn og er fullkomið sem salat með apríkósum og avókadó, sem laðar fram minningar af vori og hækkandi sól.

almonds

#6 – Möndlur

Möndlur eru ofurfæða, sneisafullar af næringarefnum og þar má nefna kalsíum, pótassíum, E-vítamín og járn! Möndlusmjör er auðvitað góður valkostur, en möndlur má líka borða eintómar og mala smátt og dreifa út á salat. Dásamlegt!

oranges-vitamin-c-lg (1)

#7 – Appelsínur

Já! Appelsínur eru ekki bara auðugar af C-vítamíni, heldur eru þær líka kalsíumríkar! Það er alltaf góð hugmynd að grípa appelsínu með í nesti; kreista aldinkjötið svo úr verður ferskur appelsínusafi eða einfaldlega skera niður og setja út á salatið!

sezam

#8 – Sesamfræ

Sesamfræin eru ekki bara skraut á hamborgarabrauði. Sesamfræin eru bráðholl, þau eru frábær út á jógúrt og mjög ljúffeng sem viðbót í salatið. Sesamfræ geta haft jákvæð áhrif á háan blóðþrýsting, dregið úr bólgum í líkamanum og eru … stútfull af kalsíum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!