Hvernig hljómar Ísland í raun og veru? Hver er tónlist náttúrunnar og hvernig er hægt að fanga fegurðina á filmu? Í ferðamyndbandinu hér að neðan má sjá afrakstur 9 daga heimildarvinnu sem Jessica Peterson festi á filmu meðan á ferðalagi hennar stóð.
Í myndbandinu, sem er heillandi og ægifagurt, má sjá heita reiti, tígurlega fjallgarða og frosin stöðuvötn, en myndskotin eru frá Reykjavík, Vík, Kirkjufellsfossi, Kirkjufelli, Grundarfirði, Jökulsárlóni, Bláa Lóninu, Skógarfossi, Dyrhólaey, Reynisdröngum, tónleikahúsi Hörpu, Seljalandsfossi, Hallgrímskirkju, Sólheimasandi og Þingvöllum.
Frekar má grennslast fyrir um verkefnið á vefsíðunni globalgirltravels.com og á VIMEO síðu Jessicu, en hér má sjá Ísland ögrum skorið og ægifagurt í mynd:
The Sound of Iceland from Jessica Peterson on Vimeo.