KVENNABLAÐIÐ

GRÆN MORGUNÞRUMA: Ananas, grænkál og kókosolíu-smoothie

Alveg erum við á ritstjórn sem heillaðar af tvíeykinu sem heldur úti Simple Green Smoothies. Ekki bara eru stúlkurnar hugmyndaríkar heldur virðast þeim engin takmörk sett þegar kemur að hugarflugi og samsetningu grænna ofurdrykkja.

Hér fer einn sem vakti forvitni okkar, tekinn beint af grænu galdrasíðunni; þar sem morgundrykkirnir hreinlega brjótast fram, bætiefnin gneista af hverjum bókstaf og hreinsikúrarnir renna fram, hver af öðrum.

pinapplekalecoconutoil_SGS
Ljósmynd: Simple Green Smoothies

Í þessa uppskrift þarf grænkál, ananas, banana og svo auðvitað kókosolíu sem gefur drykknum heilandi yfirbragð og jafnar blóðsykurinn. Ekki gleyma að þynna drykkinn út með vatni og vertu ófeimin við að setja frosna ávexti í blandarann, þeir kæla, fríska og vekja snemma morguns.

UPPSKRIFT:

130 grömm ferskt grænkál

2 bollar (amerísk mælieining) vatn

2 bollar (amerísk mælieining) ananas

1 niðurskorinn banani

2 msk af kókosolíu

*Byrjaðu á því að setja vatnið, kálið og kókosolíuna í blandarann. Hrærðu vel þar til allt er orðið vel maukað og bættu þá ávöxtunum sjálfum úti í og hrærðu vel saman að nýju.

Þessi drykkur hæfir fyrir tvo að morgni dags.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!