KVENNABLAÐIÐ

T Í S K U B L O G G: Svona BLÖFFA skvísurnar með MYNDVINNSLU á INSTAGRAM

Svo þú heldur að tískubloggarar á Instagram taki lýtalausar myndir sem ekki bara standast tímans tönn, heldur séu ómeðhöndlaðar með öllu? Þú trúir þó varla #nofilter blöffinu? Að stúlkurnar úti í hinum stóra heimi séu einfaldlega svo fallegar frá náttúrunnar hendi að linsan gæli við þær?

Hugsaðu þig tvisvar um. Sannleikurinn er sá að allflestir tískubloggarar meðhöndla hverja einustu mynd, velta henni milli fingra sér – taka fjölmargar myndir áður en ein þeirra er valin úr til birtingar – og renna henni gegnum myndvinnslu á símanum áður en lokaútfærslan endar á Instagram.

Ekki er allt sem sýnist og blekkingar Instagram geta verið margslungnar. Þannig sýnir stúlka að nafni Marianna Hewitt, sem heldur úti vefsíðunni LifeWithMe.com hvernig hún vinnur eigin ljósmyndir áður en hún deilir þeim á Instagram. Stúlkan sú er það fær að í raun er spurning hvort hún ekki ætti að leggja grafíska hönnun fyrir sig … en í þessu myndbandi fer hún, einmitt, gegnum það ferli sem myndvinnsla á farsíma er.

Í myndbandinu sýnir Marianna svart á hvitu hvernig á að vinna ljósmyndir sem teknar eru á iPhone með smáforritunum FaceTune, VSCO Cam og Faded. Næst þegar þú því veltir því fyrir þér hvers vegna tískubloggin eru svona glæst ásýndar, hugsaðu þá til orða Marianna, sem er ófeimin við að deila ferlinu með sínum lesendum og leiða þeim þannig fyrir sjónir að Instagram er á tíðum hreinlega blekkjandi:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!