Lana Del Rey sló vopnin úr höndum aðdáenda sinna og gaf út í gær, 14 júlí, fyrstu smáskífuna af væntanlegri breiðskífu sinni, HoneyMoon, sem út kemur í september á þessu ári. Orðalaust, án fyrirvara og blátt áfram, eins og söngkonunni einni er lagið. Eins og við má búast er um dreymna melódíu að ræða – dimmraddaðan draum sem fjallar um brostnar vonir og liðnar ástir.
