Það er enginn hægðarleikur að vera kafloðinn ferfætlingur þegar sól fer að hækka á himni. Þó norðangarrinn leiki Íslendinga oftlega grátt yfir sumartímann, fer heldur betur að hitna í kolunum á meginlandi Evrópu þegar vora tekur.
Þá er ekki seinna vænna en að huga að sumarklippingu fyrir bestu vini mannsins og útkoman er oft bráðfyndin. Litlir loðboltar öðlast allt í einu aukið frelsi til athafna þar sem feldurinn þvælist ekki lengur fyrir þeim og gott ef þeir eru ekki margir hverjir minni ásýndar þegar vetrarkápan hefur verið snyrt til og í einhverjum tilfellum, fjarlægð!