Þessi drykkur er alger draumur í bolla, en samsetning möndlumjólkurinnar og vermandi kryddunum sem koma um leið jafnvægi á meltinguna getur einnig jafnað blóðsykurinn. Það eru stúlkurnar sem halda úti vefsíðunni Simple Green Smoothies sem eiga heiðurinn að þessari uppskrift, en möndlusmjörið er ríkt af próteini sem sefar hungurtilfinningu. Dásamlegur drykkur sem allir ættu að prófa … í það minnsta einu sinni.
Uppskrift:
1 bolli (amerísk mælieining) ósæt möndlumjólk
¼ tsk malaður kanell
Örsmá klípa af malaðri engiferrót
Hnífsoddur af Cayenne pipar
2 tsk hlynsýróp
1 matskeið möndlusmjör
Leiðbeiningar:
Blandið öllum innihaldsefnum saman í lítinn pott. Kveikið á hellunni og stillið á meðalhita. Hrærið vel saman og hellið að lokum í vænan bolla, þegar blandan er orðin þétt og mjúk og ylvolg.
*Smá trix: Þegar búið er að hita blönduna í potti á hellunni, er gott að bregða pottinum yfir blandarann og hræra saman í ca 30 sekúndur (gætið að gufunni sem myndast, gott er ef hægt er, að taka tappann úr lokinu á blandaranum). Með því að gera einmitt þetta, er tryggt um leið að blandan verði þétt og mjúk og áferðarfalleg og drykkurinn rennur ljúfar niður.