Internetið er stútfullt af auglýsingum um að matarsódi sé frábær í stað venjulegrar hársápu. Matarsódi er víst líka frábær til að hvítta tennur og hreinsa burtu tannstein. Matarsódi á líka að vera góður fyrir húðina og þurrka upp feita húð. Þetta er nú meira töfraefnið…eða hvað?
En er það svo náttúrlegt að nota matarsóda sem í stað snyrtivara?
Lítum á það að matarsódi er líka afbragðs góður til þess að fægja silfur og fjarlægja rið svo eitthvað sé nefnt…
Fægja silfur? … Fjarlægja ryðbletti?
Matarsódi getur farið illa með litað hár og það hár sem hefur fengið mikla meðhöndlun með efnum. Notkun Matarsóda í hár getur gert hárið þurrara og klofið endana og er kannski þegar upp er staðið enn verra en að nota bara sjampó úr búð.
Ef matarsódi getur náð silfrinu glansandi og fjarlægt riðbletti af járni…er hann þá hugsanlega of sterkur til að nota í hárið, húðina eða á sjálfar tennurnar?
Það er allavega mikilvægt að hafa þetta í huga áður en maður leggst í heimatilbúnar æfingar sem gætu haft óæskileg áhrif á tennurnar, húðina og hárið. Það er betra að vera viss.