Ertu með sáran hársvörð, klæjar þig í höfuðið? Þetta eru dæmigerð óþgægindi sem þeir sem þjást af flösu upplifa. 50% mannkyns þjást af þessum leiða kvilla sem er EKKI ólæknandi:
Flasa stafar af óhreinindum! #RANGT
Fólk sem er kattþrifið getur fengið flösu. Sveppur sem heitir Malassezia lifir í hársverðinum á okkur ÖLLUM. Sveppurinn veldur aðeins sumum óþægindum og leiða fylgifiskinum flösu og það er ekki fyllilega vitað af hverju hann fer í slíkt manngreinarálit.
Það er engin töfralausn gegn flösu #SATT
En það er enginn ástæða til að sætta sig við mjallahvítar flösuaxlir. Mikið er til af góðu flösusjampói sem dregur úr myndun dauðra húðfruma sem mynda flösuna.
Flasa ágerist þegar kólnar um vetur #RANGT
Malassezia sveppurinn þrífst best í hita og raka. Þannig að kuldi hefur ekki örvandi áhrif á framleiðslu húðfrumanna í hársverðinum. Munið að sturta ykkur vel eftir æfingar og í að minnsta skola hárið vel og þvo þriðja hvern dag til að hreinsa burt dauða húð og draga úr olíumyndun í hársverðinum.