KVENNABLAÐIÐ

Rammíslenskur Rabbabara-MOJITO

Systurnar Anna Kolfinna og Esther Thalia bjuggu til þennan geggjaða kokkteil Rabbabara Mojito og við fengum að deila myndum og uppskrift.

Undirbúningstími:
20 mínútur
Framleiðslutími:
20 mínútur

Screen Shot 2015-07-12 at 14.14.09 copy

Drykkur fyrir 2

Inniheldur:

Þetta þarftu í Rabbabara Mojito:

Safi úr tveimur límónum
2 tsk sykur
15 Myntu lauf
1 hluti ljóst romm
3 hlutar sódavatn
1 bolli rabbabaradjús*
Klaki

11638008_10207025539617752_1329335480_n

Rabbabara djús*

500 grömm rabbabari skorin í bita
¼ bolli af sykri og meira ef vill
1 bolli vatn

Aðferð:
Blandið saman sykri og myntu og merjið í mortéli. Blandið límónudjúsnum saman við og hrærið. Skiptið blöndunni í tvo glös. Hellið 1/2 bolla af rabbabaradjús í hvert glas og nær fyllið af klaka. Hellið sódavatninu í. Skreytið með rabbabarastöngli og myntu.

Rabbabara-djús

Setjið rabbabarann og sykri í pott. Hellið vatninu yfir svo fljóti yfir. Sjóðið á miðlungshita í 15 mínútur þar til rabbabarinn leysist upp. Smakkið til og bætið við sykri ef þurfa þykir. Takið af hitanum og kælið og sigtið!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!