Systurnar Anna Kolfinna og Esther Thalia bjuggu til þennan geggjaða kokkteil Rabbabara Mojito og við fengum að deila myndum og uppskrift.
Undirbúningstími:
20 mínútur
Framleiðslutími:
20 mínútur
Drykkur fyrir 2
Inniheldur:
Þetta þarftu í Rabbabara Mojito:
Safi úr tveimur límónum
2 tsk sykur
15 Myntu lauf
1 hluti ljóst romm
3 hlutar sódavatn
1 bolli rabbabaradjús*
Klaki
Rabbabara djús*
500 grömm rabbabari skorin í bita
¼ bolli af sykri og meira ef vill
1 bolli vatn
Aðferð:
Blandið saman sykri og myntu og merjið í mortéli. Blandið límónudjúsnum saman við og hrærið. Skiptið blöndunni í tvo glös. Hellið 1/2 bolla af rabbabaradjús í hvert glas og nær fyllið af klaka. Hellið sódavatninu í. Skreytið með rabbabarastöngli og myntu.
Rabbabara-djús
Setjið rabbabarann og sykri í pott. Hellið vatninu yfir svo fljóti yfir. Sjóðið á miðlungshita í 15 mínútur þar til rabbabarinn leysist upp. Smakkið til og bætið við sykri ef þurfa þykir. Takið af hitanum og kælið og sigtið!