1. “Lifið og leyfið öðrum að lifa.” Allir ættu að hafa þetta að leiðarljósi, segir hann og bætir jafnframt við: Haldið áfram veginn og leyfið öðrum að gera slíkt hið sama.
2. “Gefið af sjálfum ykkur til annara” Fólk þarf að vera opið og sýna öðrum örlæti“ sagði hann, „því ef þið verjið of miklum tíma í einveru er hætta á því að þið verðið sjálfhverf. Vatn sem engin hreyfing er á, fúlnar.
3. Takið lífinu með hægð. þegar þið lítið til baka viljiði sjá ánægjulega vegferð en ekki fyllast eftirsjá.
4. Nýtið frítímann vel. Páfinn telur að yfirgengilegar neysluvenjur okkar færi okkur kvíða. Hann ráðleggur gæðastundir með fjölskyldunni þar sem fólk ræðir saman og slekkur á tækjunum.
5. Sunnudagar eiga að vera frídagar. Vinnandi fólk þarf að eiga frí á Sunnudögum „Sunnudagar eru fyrir fjölskyldurnar að eiga stund saman.“
6. Nýtum ímyndunaraflið til að skapa spennandi störf fyrir ungt fólk. Við verðum að vera skapandi innan um unga fólkið annars fer þeim að leiðast, leiðast út í eiturlyf og eiga það á hættu að skaða sig.
7. Virðum og gætum náttúrunnar. Umhverfiseyðilegging er okkar stærsti óvinur. “ Ég held að spurningin sem við verum að svara sé: Er mannkynið ekki að gjöreyða sér með þessari hryllilegu aðför að náttúru jarðarinnar.
8. Stöðvum neikvæðnina. „Þörfin til að tala illa um aðra lýsir lágu sjálfsmati, það þýðir að viðkomandi líður svo illa að í stað þess að rísa á fætur ákveður hann að draga aðra niður í svaðið með sér. Páfinn segir: Að sleppa neikvæðninni er heilbrigt og eykur vellíðan.
9. Ekki færdæma; Virðið trú annara. Við getum hvatt aðra til góðra verka í gegnum heilbrigð samskipti byggð á virðingu. Það versta er trúarleg fordæming eða sá sem talar til annars til að breyta skoðunum hans. Hver og einn verður að fá að koma að borðinu sem jafningi. Trúrlegt líf eflist með sanngirni og virðingu –ekki heimtufrekju.
10. Stuðlið með vinnu ykkar að friði. Við lifum á styrjaldartímum og við verðum að láta það heyrast að við viljum frið. Við þurfum að öskra –að við kjósum frið. Friði fylgir rósemd og friðsæld en friðurinn er aldrei þögull, friður er alltaf sprottin af ákefð og krafti