KVENNABLAÐIÐ

Vatnsmelónu Mojito frostpinnar

Sumarið er tíminn…
Söng Bubbi svo undurfallega og við erum sammála. Vertu dugleg að hóa í vini þína á þessum góðu dögum og gerið ykkur dagamun. Við deilum hér með ykkur uppskrift að frostpinnum fyrir fullorðna.

9090880397_e085de9e7e

Búnir til úr safa úr vatnsmelónu, ferskri myntu, brúnu sykri og rommi. Hljómar unaðslega. Og svo er hægt að gera bara slatta og eiga í frystinu til að taka út á góðum dögum í sumar.

Innihald
(u.þ.b. 10 frostpinnar)

1/2 bolli vatn
1/4 bolli brúnn sykur
4 bollar af niðurskorni melónu
1 bolli fersk myntulauf
1/4 bolli romm
2 lime

Leiðbeiningar

Settu vatnið og sykurinn saman á pönnu og hitaðu. Taktu af hitanum þegar sykurinn er bráðnaður.
Blandaðu saman í blender vatnsmelónunni, myntunni, sýrópinu sem þú bjóst til á pönnunni, safanum úr 2 lime og romminu. Blandaðu vel. Settu í frostpinnamót og frystu í 4 tíma eða lengur.

Uppskrift af www.thegirlinthelittleredkitchen.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!