Sumarið er tíminn…
Söng Bubbi svo undurfallega og við erum sammála. Vertu dugleg að hóa í vini þína á þessum góðu dögum og gerið ykkur dagamun. Við deilum hér með ykkur uppskrift að frostpinnum fyrir fullorðna.
Búnir til úr safa úr vatnsmelónu, ferskri myntu, brúnu sykri og rommi. Hljómar unaðslega. Og svo er hægt að gera bara slatta og eiga í frystinu til að taka út á góðum dögum í sumar.
Innihald
(u.þ.b. 10 frostpinnar)
1/2 bolli vatn
1/4 bolli brúnn sykur
4 bollar af niðurskorni melónu
1 bolli fersk myntulauf
1/4 bolli romm
2 lime
Leiðbeiningar
Settu vatnið og sykurinn saman á pönnu og hitaðu. Taktu af hitanum þegar sykurinn er bráðnaður.
Blandaðu saman í blender vatnsmelónunni, myntunni, sýrópinu sem þú bjóst til á pönnunni, safanum úr 2 lime og romminu. Blandaðu vel. Settu í frostpinnamót og frystu í 4 tíma eða lengur.
Uppskrift af www.thegirlinthelittleredkitchen.com