Almáttugur; hér er komin vítamínsprengja sem vert er að prófa. Kiwiávöxturinn er gríðarlega ríkur af C-vítamíni og einungis einn kiwiávöxtur á dag fullnægir daglegri C-vítamín þörf. Kiwi er líka hitaeiningasnauður og græðandi ávöxtur sem eykur á járnmagnið í líkamanum. Avokadó og bananar eru rík af pótassíum, en avókadó inniheldur líka holla fitu og er hefur rjómakennt, silkimjúkt yfirbragð.
UPPSKRIFT:
2 bollar (amerísk mælieining) ferskt grænkál (þjappaðu vel í bollann)
1 bolli kókosvatn (ósætt)
1 bolli vatn
1 afhýddur og niðurskorinn avókadóávöxtur
2 Kiwiávextir – afhýddir og niðurskornir
1 banani
1 bolli mangóávöxtur – afhýddur og niðurskorinn
1 bolli niðurskorinn ananas
Byrjaðu á því að setja grænkálið, kókosvatnið og vatnið í blandarann og hrærðu vel saman þar til blandan er orðin tær, kekkjalaus og mjúk. Settu nú afganginn af ávöxtunum út í blönduna og hrærðu vel saman. Mundu að gott er að setja að minnsta kosti eina tegund af frosnum ávöxtum út í blönduna til að kæla drykkinn niður og gefa honum svalandi yfirbragð.
*Ef þú vilt auka á trefjamagnið í drykknum, máttu setja kiwiávöxtinn út í blönduna með hýðinu. Það eykur á trefjamagnið og er heilnæmt. Einhverjum kann að finnast það eyðileggja drykkinn, því getur líka verið gott að afhýða kiwiávöxtinn og setja einungis aldinkjötið út í drykkinn.
Verði ykkur að góðu!
/ Simple Green Smoothies