Ferskur og svalandi drykkur í ísskápnum er einmitt það sem til þarf á stundum. Líka að morgni, þegar líkaminn kallar á ferskt vatnsglas. Sniðugt getur verið að sneiða niður gúrkubita og setja út í vatnsflöskuna áður en hún er sett inn í ísskápinn, aðrir skera niður sítrónur og svo eru það þeir sem elska ískalt og C-vítamínhlaðið appelsínuvatn með klaka.
En listinn endar ekki þar. Reyndar er alveg ógurlega freistandi að prófa nokkur tilbrigði við stef og feta ótroðnar slóðir þegar að samsetningu á heilbrigðum og ísköldum svaladrykk kemur. Hér fara nokkrar framandi, freistandi og bráðhollar uppskriftir að svalandi ávaxtavatni til að geyma í ísskápnum og grípa til að morgni hvers dags:
Hindberja- og myntusvali
5 dl vatn
½ bolli hindber
5 fersk mintulauf
Appelsínu- og myntusvali
5 dl vatn
1 niðurskorin appelsína
2 kanelstangir
Vatnsmelónu- og rósmarínsvali
5 dl vatn
½ bolli niðurskorin vatnsmelóna
1 rósmarínstilkur