KVENNABLAÐIÐ

K O K T E I L L: Svalandi FERSKJU-SANGRIA

Hressandi og svalandi sumardrykkur með angan af ferskjum og sítrónu! þetta er skemmtilegt TWIST á hefðbundna sangriu en hér er hvítvín notið í stað rauðvíns. Ekta til að drekka í garðinum í sumar!

Peach-Sangria-videoSmall

  1.  Flysjið og fjarlægið steinana úr 5 ferskjum og skerið í bita. Setjið í matvinnsluvél og blandið þar til allt er orðið að mauki. Setjið sykurinn saman við og blandið öðru sinni. Sigtið í gegnum þétt sigti.  Takið til skál með loki og blandið saman ferskjumaukinu, víni og sítrónusneiðunum. Lokið vel og kælið helst í tólf tíma.  Berið fram í stórri könnu eða bolluskál og skerið afgangsferskjurnar í sneiðar og bætið þeim og bláberunum saman við.

7 ferskjur

½ bolli sykur

2 flöskur gott hvítvín

1 sítróna skorin í 8 báta

1 bolli bláber

Verði ykkur að góðu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!