Gull og grænir, glitrandi eðalsteinar – léttir og litlir eyrnalokkar, einn eða fleiri hringir á fingur. Allt má þegar sól er hvað hæst á lofti og reglurnar voru ritaðar í þeim eina tilgangi að sveigja þær örlítið til. Lengi má á sig blómum bæta stendur einhvers staðar og þannig er aldrei hægt að eiga of mikið af skartgripum. Sérstaklega á sumrin.
