Við skulum bara vera hreinskilin og játa að bragðið af rauðrófum og rauðrófudjús er ekki það besta sem er í boði. En rauðrófur eru súperfæði og fullar af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum. Þær eru einfaldlega eitt það hollasta sem þú getur látið ofan í þig. Ef moldar- og rótarbragðið er að trufla þig of mikið þá er hægt að bragðbæta með ávöxtum eins og t.d. epli eða appelsínu sem dregur úr þessu bragði.
Rauðrófur eru náttúrlegt fjölvítamín
Vítamín- og steinefnainnihald í rauðrófum er virkilega aðdáunarvert. Þær eru ríkar af C-vítamíni, fólínsýru, A-vítamíni og B1, B2 og B3 vítamíni. Rauðrófur eru fullar af kalíum, fosfór, zinki, selen, járni og manganese ásamt amínósýrum.
Orkugjafi
Rannsóknir hafa sýnt að íþróttamenn geta unnið 16% lengur en venjulega undir álagi ef þeir borða rauðrófur daglega vegna þess að þeir þurfa minna súrefni og þreytast seinna.
Lækkar blóðþrýsting
Það eru nítröt í rauðrófum sem lækka blóðþrýsting. Prófessor Amrita Ahluwalia gerði rannsókn sem sýndi fram á að 500 ml af rauðrófusafa á dag lækkaði blóðþrýsing hjá þeim sem drukku hann. Og þetta voru ekki bara skammtímaáhrif heldur eitthvað sem entist á einhverja daga á eftir. Þó er ekki enn vitað hvernig nítrötin lækka blóðþrýsinginn en talið er að þau hafi æðavíkkandi áhrif.
Hjarta- og æðakerfi
Þessi æðavíkkandi áhrif eru ekki bara góð fyrir blóðrásina heldur minnka þau einnig líkur á hjartasjúkdómum, æðakölkun og æðasjúkdómum. Í stuttu máli þá víkka rauðrófur æðarnar og þannig fær hjartað meira blóðflæði og þar með súrefni. Með bættu blóðflæði og súrefni verður hjartað heilbrigðara og minni líkur á verkjum vegna súrefnisskorts.
Heilbrigður og ungur líkami framleiðir nítróglýserín en með aldrinum þá hægist á framleiðslunni og hjarta- og æðasjúkdómar fara láta á sér kræla. Tvö glös af rauðrófusafa á dag eru ráðlögð til að auka nítröt í líkamanum þannig að það hafi gagn.
Best að stökkva út í næstu búð og kaupa rauðrófur og djúsa, setja í salatið, steikja með grænmetinu eða hvernig sem við neytum þessarar ofurfæðu!
Heimild: www.womenshealthmagazine.com