KVENNABLAÐIÐ

Nokkrar ástæður þess að stór typpi eru ekki endilega betri en þau litlu

Það er engin ástæða til að „panika“ þó gaurinn sem þú ert að hitta sé ekki með neitt rosalega stóran félaga. Þau stærstu eru ekki endilega best.

Leggöngin á þér eru ekki það löng: 

Flest leggöng eru u.þ.b. rúmlega 12 cm að lengd sem er sama lengd og meðal typpi sem þýðir að allt umfram þessa 12-13 cm er ekki hægt að nýta. Svo ef þú ert með leggöng í meðallengd, þá ættir þú að vera sátt með 12 cm typpi þó það sé ekki stórt.

Flestar konur fá ekki fullnægingu við samfarir: 

Aðeins 1 af hverjum 5 konum fá fullnægingu við leggangasamfarir sem þýðir að fingur- og munntækni er mun mikilvægari.

Snýst minna um stærðina og meira um hlutföll: 

Flestar konur vilja typpi sem er í réttum hlutföllum við manninn sem ber það og því snýst þetta meira um hvernig hann „lúkkar” með gripinn. Lítill og nettur maður með risastóran „félaga“ er jafn óaðlaðandi og stór og mikill maður með pínu lítinn.

Sex-Water-Safe
Ef hann er of stór fyrir þig þá getur það verið óþægilegt: 

Stór er ekki alltaf betri. Ef hann er of stór fyrir leggöngin á þér þá getur það valdið sársauka við samfarir. Ef bólfélagi þinn kann til verka, þá hjálpar stærðin lítið þar.

Það er engin bein tenging á milli stærðar og fullnægingar: 

Rannsóknir hafa sýnt að konur fá ekki endilega frekar fullnægingu þegar limurinn er stór. Þó hann sé með stóran þá getur vantað upp á kunnáttuna. En maður með góðan og stóran lim sem veit hvað hann er að gera getur gert kraftaverk.

Auðvelt að aðlagast litlu typpi: 

Það er svo margt verra en lítið typpi. Hann getur verið sjálfselskur elskhugi, hann er hræðilega lélegur í að fara niður á þig, hann kyssir illa og þá ertu í meiri vandræðum en með lítið typpi. Smelltu bara ástarhring á félagann og þú ert í góðum málum.

10805658_370337533126287_3092221969135316936_n
Það eru til stellingar sem hjálpa: 

Þó svo hann detti kannski út þegar þið eruð á fullu í hundastellingunni þá eru til stellingar sem virðast láta hann vera stærri. Prófaðu að vera t.d. ofan á.

Mundu að klámstjörnur gefa þér ekki rétta mynd: 

Þessir gæjar sem maður sér í klámmyndum eru einmitt valdir út af stærðinni. Þetta er ekki meðalstærð og ef þú ætlar að leita af slíku typpi þá þarftu að leita lengi.

Hann sýnir sennilega meiri metnað: 

Til þess að vega upp á móti stærðinni, þá hefur hann sennilega lært ýmislegt sem bætir upp fyrir smæðina og er frábær í að láta þig finna unað á annan hátt en með stóru typpi.

Þýtt af cosmopolitan.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!