Hér er kominn sjóðheitur lagalisti í ræktina, á ströndina eða einfaldlega inn í stofuna, en hér fer Missy Elliott á kostum í bestu lögum sínum.
Missy Elliott, sem vakti bæði furðu og aðdáun ófárra þegar hún steig á svið ásamt Katy Perry í hálfleik Ofurskálarinnar fyrr á þessu ári, fagnaði 16 ára starfsafmæli sínu þann 22 júní á þessu ári, en fyrsta breiðskífa stórsöngkonunnar, Da Real World, kom einmitt út þann sama dag árið 1999.
Verk Missy ollu straumhvörfum í tónlistarbransanum þegar hún steig fram á sjónarsviðið og á hún litríkan feril að baki sem lagasmiður, útsetjari, söngvari og rappari – mögnuð kona sem á fullt erindi í hlaupatúrinn, beint í grillveisluna og í raun hvert sem er.