Hillary Clinton forsetaframbjóðandi og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, sýndi heldur óvænt og eftirtektarvert útspil nú um helgina og það á Facebook síðu Humans of New York. Hillary, sem augljóslega fylgist betur með samskiptamiðlum en ætla mætti, skráði athugasemd við ljósmynd drengs sem sagði frá því í fullri einlægni að hann óttaðist hvað framtíðin bæri í skauti sér og að sennilega ætti enginn eftir að elska hann nokkru sinni, þar sem hann væri samkynhneigður.
Athygli vakti svo í glumdi meðal heimsmiðla fyrir það eitt að Facebook bannaði HONY, en slík er skammtstöfun síðunnar, að birta ljósmyndina af unga manninum með eftirfarandi yfirskrift:
Ljósmyndin, sem Brandon tók af unga manninum og birti í kjölfarið á Facebook, var nær samstundis tekin niður af kerfisteymi samskiptamiðilsins og í kjölfarið var HONY síðan sett í tímabundið straff, svo ekki var hægt að hlaða fleiri myndum upp.
Nokkur tími leið áður en Brandon gat hlaðið inn fleiri myndum á Facebook og deildi hann umsvifalaust ljósmyndinni hér að ofan – sem sýnir unga manninn – aftur með þeim orðum að miðillinn hefði sett HONY í bann vegna þess að ungur, samkynhneigður drengur sagði frá ótta sínum á síðunni. Þúsundir stuðningsmanna lýstu þegar yfir stuðningi sínum við unga manninn en hæst bar þó athugasemd frá sjálfri Hillary, sem segir allt sem segja þarf:
Forspá fullorðinnar manneskju; Þú átt magnaða framtíð fyrir höndum Þú átt eftir að koma sjálfum þér á óvart með eigin getu og þeim ótrúlegu hlutum sem þú ert fær um að framkvæma. Hallaðu þér upp að því fólki sem elskar þig og trúir á þig – þú átt eftir að rekast á marga þannig einstaklinga. – H.