KVENNABLAÐIÐ

Ertu ekki að fá þá athygli og ást frá honum sem þú átt skilið?

Þú ert einstök og þú átt skilið að hann sýni þér ást og athygli annars verður þú að gera eitthvað í málunum vinkona.
Hér koma nokkur einkenni þess að þú sért ekki að fá þá ást frá honum sem þú átt skilið.

1. Þú manst ekki hvenær þér fannst þú vera sæt og sexí í kringum hann:
Á einhverjum tímapunkti í sambandinu þá hættir hann að segja þér daglega hvað honum finnst þú sjúklega sæt og það er eðlilegt en auðvitað á hann að segja þér reglulega hvað honum finnst þú falleg og þú átt að sjá það á honum þegar hann horfir á þig. Annað er ekki í lagi.

2. Þú sérð hann er alltaf að tékka símann sinn en þegar þú sendir honum SMS þá svarar hann seint og illa: 
Það er skiljanlegt ef hann vinnur þannig vinnu að hann getur ekki litið á símann sinn reglulega en ef hann er alltaf með símann og getur kíkt á hann hvenær sem hann vill þá á hann að vilja svara SMS frá þér strax.

3. Hann gleymir stórum viðburðum í lífi þínu sem skipta þig miklu máli: 
Þú ert í frábæru sambandi ef hann man eftir að spyrja þig út í atburði sem skipta þig máli. Atvinnuviðtal, próf, þú þarft að halda kynningu í vinnunni og annað slíkt sem skiptir máli. Ef gæjinn gleymir slíkum atburðum þá er eins og honum sé nú bara alveg sama um þig.

4. Þér finnst þú ekki njóta stuðnings: 
Hann er kannski ekki endilega að draga úr þér en hann er ekki beint heldur að hvetja þig áfram og hefur trú á þér og því sem þú ert að gera. Ekki gott!

5. Vinir þínir og fjölskylda hrósa þér meira en hann: 
Kærasti þinn ætti að vera þinn stærsti aðdáandi og þér ætti að líða eins og rokkstjörnu alla daga. Ef þér finnst eins og vinir og fjölskylda hrósi þér meira en hann þá eru þið ekki á góðum stað.

6. Þú er hamingjusöm minna en 60% af tímanum sem þið eyðið saman: 
Það er auðvelt að halda að það sé í lagi hjá ykkur en ef þú ert ekki hamingjusöm með honum flestum stundum þá er kominn tími til að staldra við og endurskoða hlutina.

7. Þér finnst hann koma betur fram við kvenkyns vini sína heldur en þig: 
Auðvitað viltu að hann komi vel fram við vini sína hvort sem þeir eru karlkyns eða kvenkyns en hann á að segja fallegri orð við þig og veita þér meiri athygli en þeim.

8. Þú er farin að hugsa að kannski er ekki hægt að eiga í fullkomnu sambandi: 
Ef þú ert farin að hugsa þannig að draumaprinsinn þinn sé ekki til þá þarftu að skoða samband þitt alvarlega. Þér ætti að líða þannig að þú hafir unnið stóra vinninginn í lottó.

Þýtt af www.cosmopolitan.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!