Við fengum þessa í sumarbústað um daginn og hún sló sannarlega í gegn. Einföld og alveg ferlega góð. Konfektterta með rjómaosti og kirsuberjasósu.
Kakan:
4-5 eggjahvítur
2 dl strásykur
2 pakkar ritzkex
200 gr pekan hnetur eða valhnetur
2 tsk vanillusykur
½ tsk lyftiduft
Stífþeytið eggjahvíturnar og strásykurinn. Myljið ritskexið í mél. Saxið hneturnar. Blandið ritzkexi, hnetum, vanillusykri og lyftidufti varlega saman við. Bakið við 180 gráður í háu kringlóttu formi í 30-35 mínútur.
Krem:
¼ peli Rjómi (Fjórðungur úr pela)
2-3 tsk strásykur
2 box philadelfia ostur
1 matskeið flórsykur
Þeytið rjómann og þeytið varlega ostinn, sykur og flórsykur saman við. Berið fram með Kirsuberjasósu með heilum berjum frá Den gamle fabrik.