Ok, nú er bara að skipuleggja sig. Áttu kalt pasta? Tómata? Kannski smávegis af Feta osti? Þá ertu eiginlega komin með þetta.
Taktu fram góða hreina krukku, skerðu niður tómata og settu í botninn, þá næst Feta ostinn en allur annar ostur gengur líka, bara að skera hann í litla bita. Smávegis af köldu pasta kemur næst og fylla svo af spínati eða káli sem þú átt til. Setja eins og 2 matskeiðar af salatolíu ef þú átt hana til eða einfaldlega bara 2 matskeiðar af ólífuolíu, safann úr hálfri sítrónu og salt og pipar yfir góðgætið í krukkunni. Snúa henni á hvolf svo safinn renni yfir salatið.
Setja krukkuna inn í ísskáp og muna svo bara eftir því að kippa krukkunni með þegar þú ferð í vinnuna. Verði þér að góðu!