KVENNABLAÐIÐ

Hádegismatur sem tekur 5 MÍNÚTUR að búa til

Ok, nú er bara að skipuleggja sig. Áttu kalt pasta? Tómata? Kannski smávegis af Feta osti? Þá ertu eiginlega komin með þetta.

Taktu fram góða hreina krukku, skerðu niður tómata og settu í botninn, þá næst Feta ostinn en allur annar ostur gengur líka, bara að skera hann í litla bita. Smávegis af köldu pasta kemur næst og fylla svo af spínati eða káli sem þú átt til. Setja eins og 2 matskeiðar af salatolíu ef þú átt hana til eða einfaldlega bara 2 matskeiðar af ólífuolíu, safann úr hálfri sítrónu og salt og pipar yfir góðgætið í krukkunni. Snúa henni á hvolf svo safinn renni yfir salatið.

Setja krukkuna inn í ísskáp og muna svo bara eftir því að kippa krukkunni með þegar þú ferð í vinnuna. Verði þér að góðu!

masonjarmozzsalads-1024x882

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!