Kaffihúsaflóran er fjölbreytt í Reykjavík og höfðuðborgarbúar oft ákaflega íhaldssamir þegar kemur að því að fara á kaffihús. Þá er bara farið á staðinn sem viðkomandi hefur heimsótt um árabil enda kannski enginn vegur að fylgjast með öllum þeim nýju stöðum sem spretta upp og þeim sem því miður verða ekki langlífir. En hvað finnst gestkomandi um íslensku kaffihúsin? Á Tripadvisor er auðvalt að sjá hvað fellur heima-og ferðamönnum í geð en þar er að finna lista yfir bestu kaffihús Reykjavíkur og þar er ýmislegt sem kemur á óvart!
Pínulítið kaffihús sem er tiltölulega nýtt af nálinni er þar í 1. sæti. Kigali Kaffi í Ingólfsstræti, lætur ekki mikið yfir sér en fær þeim mun betri dóma þeirra sem það heimsækja. Þessar upplýsingar á Tripadvisor má skoða nánar hér.