Allt í kringum okkur eru eiturefni. Allt frá útblæstri frá bílum og í draslið sem við borðum. Meira segja krem og snyrtivörur sem við notum hafa áhrif á hormónakerfi okkar.
Til að verjast þessum eiturefnum þá framleiðir líkaminn himnu eða fitu til að verja sig og ónæmiskerfið. Þessi fita geymir eiturefnin. Líkaminn er ótrúlegt fyrirbæri og hefur náttúrulega hæfileika til að verja sig. Hann getur afeitrað sig og gert við. Ef hann er mjög stíflaður þá geta alvarlegir sjúkdómar farið að láta á sér kræla.
Þetta gæti verið orsökin fyrir þessum auka föstu 5-10 kg sem þig langar svo til að losna við. Gæti verið skýringin á endalausri þreytu og sleni, lélegu ónæmiskerfi, fæðuóþoli og hægrar meltingar. Þetta gæti skýrt magafituna sem þú losnar ekki við.
Prófaðu þetta á hverjum degi í 30 daga og sjáðu hvort þú finnir ekki mikinn mun á þér.
Morgun sítrónuhreinsun
Byrjaðu daginn á þessu, áður en þú tekur inn nokkuð annað.
Innihaldsefni:
1 bolli vatn
1 sítróna
1 mtsk Neera sýróp (fæst í Heilsuhúsinu)
1 og 1/2 cm af pressuðu fersku engifer
Blandaðu öllu saman og drekktu.
Líkaminn mun hreinsa sig og losar sig við eiturefni. Þér mun líða betur og losnar við þrjósk aukakíló.
Gangi þér vel!
Heimild: www.rebelhealthcoach.com