KVENNABLAÐIÐ

Farða helming andlitsins til að gagnrýna útlitskröfur #ThePowerOfMakeUp

Athyglisvert mjög en myndbandið hér að neðan hefur vakið heimsathygli frá því að videóbloggarinn Nikkie Tutorials deildi færslunni á YouTube. Svo mikla athygli hefur boðskapurinn vakið að konur um allan heim styðjast við myndbandið til að deila sínum eigin viðhorfum til dagförðunar.

Ekki nóg með það, heldur hefur myndbandið orðið til þess að merkið #ThePowerOfMakeup tröllríður nú Twitter og Instagram, þar sem konur deila ljósmyndum af sjálfum sér með förðun á hálfu andlitinu og ófarðaðar hinu megin. Samhliða myndadeilingum skrifa konurnar gjarna nokkur orð um eigin viðhorf til förðunar og merkja Nikki, vídeobloggarann í deilingum sínum.

Mér líður jafn vel með farða og án farða og ég er bæði falleg með og án þess að vera með varalit.

Jafnvel myndir segi meira en mörg orð, en engan ætti að furða því myndbandið hefur hlotið svo mikla athygli sem raunin varð – hér má sjá hvað olli uppþotinu.

Hvað finnst þér?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!