Hér er kominn einn yndislegur með hráu kakódufti og ferskum myntulaufum en þú getur líka rifið niður dökkt súkkulaði og sett út í drykkinn til bragðauka. Þessi drykkur er stútfullur af næringarefnum sem koma úr spínatinu og avokadó-kjötinu og er sjúklega gott orkuskot inn í daginn.
Uppskrift:
4 ½ dl af ósætri möndlumjólk
100 gr fersk spínatlauf
50 gr fersk myntulauf
½ avókadó
4 ferskar döðlur, skornar í smátt
2 msk af dökku, rifnu súkkulaði
Valkvætt – dökkur súkkulaðispænir til að toppa
Setjið fyrst spínatið, myntulaufin og möndlumjólkina í blandarann og hrærið þar til blandan er orðin mjúk. Setjið nú afganginn af innihaldsefnunum í blandarann og hrærið þar til blandan er orðin alveg silkimjúk. Hellið í tvö uppá glös og njótið!