KVENNABLAÐIÐ

D E T O X: Ónæmisstyrkjandi og bráðhollur sítrus- og rauðrófuboost

Rauðrófur og rauðrófustilkar, meira að segja grænu blöðin sem vaxa upp úr rauðrófunni sjálfri eru afeitrandi og stútfull af næringarefnum. Þá eru sítrusávextir rómaðir fyrir afeitrandi eiginleika sína og það er alger vitleysa að rauðrófur bragðist eins og mold, því galdurinn er fólginn í því að afhýða rauðrófuna áður en safinn úr henni er unninn í boost.

fotolia_1600876_XS

Það er nefnilega rauðrófuhýðið sjálft sem bragðast einkennilega en þó er engin lygi að safinn úr rauðrófunni er það sterkur að ef ekki er varlega farið, þá smýgur safinn inn í jafnvel harðgerasta efni og skilur eftir leiðindabletti á yfirborðinu. Því er betra að afhýða rauðrófuna meðan hún er enn hrá, en ekki sjóða hana fyrst. Rauðrófur eru sykraðar en þó ekki meira en gulrætur og aðrir sætir rótarávextir, svo …

Thinly sliced fresh orange

 

Eitt þarf að hafa í huga þegar hráar rauðrófur eiga í hlut; rauðrófublöðin og rauðrófustilkarnir eru líka stútfullir af næringarefnum og það er frábært að setja þann hluta rauðrófunnar með í djúsvélina. Svo sneisafull af afeitrandi næringarefnum eru blöð rauðrófunnar að þau geta hæglega komið í stað grænkáls eða spínatlaufa.

screenshot-simplegreensmoothies.com 2015-06-23 08-17-01

Hafið í huga þegar rauðrófur eru keyptar og geymdar, að þær geymast best í plastpoka (ekki loftþéttum) og aðskildar frá öðru grænmeti og káli. Stilkarnir og laufin eru langbest fersk, þau ætti að borða innan fáeinna daga en sjálf rófan (eða rótin) hefur gífurlegt geymsluþol – sérstaklega ef rauðrófurnar eru geymdar í kæli og aðskildar frá öðru grænmeti.

screenshot-simplegreensmoothies.com 2015-06-23 08-11-09

Íðilgrænn og afeitrandi sítrus- og rauðrófu smoothie

Þessi uppskrift er afar djúphreinsandi og sneisafull af næringarefnum, hjálpa lifrinni að hreinsa út eiturefni úr líkamanum, en blöðin og stilkarnir af rauðrófunni gegna mikilvægu hlutverki líka. Sítrusávextirnir setja punktinn yfir I-ið og auka enn á hreinsandi áhrif drykkjarins.

Uppskrift:

150 gr rauðrófublöð og stilkar

2 ½ dl vatn

2 afhýddar appelsínur

1 lítil rauðrófa, afhýdd og skorin í smáa bita

Ferskur safi úr hálfri sítrónu

Setjið allt í blandarann og hrærið vel saman þar til blandan er orðin jöfn og mjúk.

*ATH: Þessi uppskrift nægir fyrir tvo – hellið í upphá glös og njótið!

Uppskrift: SimpleGreenSmoothies

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!