KVENNABLAÐIÐ

Fyllt jarðarber eru engu lík!

Þetta er svo fallegt og gott. Ekta brúðkaupseftirréttur eða eftirréttur fyrir ástfangna. Fyllt jarðarber eru frábær í félagsskap við kampavíns eða freyðivínsglas…Love is in the air…

Cannoli-Strawberries

Þetta þarftu til að búa þau til:

230 g ricotta ostur
500 g fersk jarðarber
1/4 bolli flórsykur
1/2 tsk vanilludropar
1/4 tsk sítrónubörkur fínt rifinn
Saxaðar Pístasíuhnetur eða súkkulaðispænir

Aðferð:

Látið leka af ricotta ostinum í grisju yfir skál í ísskáp í allavega kukkutíma. Holið jarðarberin að innan með teskeið eða lítilli melónuskeið.
Hrærið saman ricotta ostinn, flórsykurinn, vanilludropana og sítrónubörkinn. Notið rjómasprautu og fyllið jarðarberin. Skreytið með súkkulaði eða pístasíuhnetum ef vill. Berið strax fram eða látið bíða í kæli en ekki lengur en klukkustund því berin byrja þá að mýkjast og verða ekki eins girnileg. Best að bera fram strax.

Cannoli-Strawberries2-186x186

Byggt á uppskrift sem er fengin hér.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!