Þessi geislar af ferskleika, andoxunarefnum og C-vítamíni. Í skiptum fyrir ósætan trönubrjasafa setja frosin trönuber út í blandarann, því þau gefa drykknum svo svalandi yfirbragð – en grænkálið og blóðappelsínurnar gefa blöndunni líka aukið magn af andoxunarefnum.
Þó er minnst á ósætan trönuberjasafa í uppskrift að neðan og einnig má þannig frysta annað hvort blóðappelsínur eða bananabita – sem bæði gefa svalandi og kælandi yfirbragð þegar drykkurinn er kominn í glas. Já! Það er frábært að skera niður ávexti, frysta í litlum bitum og kasta út í morgundrykkinn!
Uppskrift:
120 gr ferskt grænkál
250 ml ósætur trönuberjasafi
60 ml vatn
2 niðursneiddir og afhýddir (frosnir) bananar
2 afhýddar og niðursneiddar (frosnar) blóðappelsínur
1 afhýddur og niðurskorinn (frosinn) lime-ávöxtur
*Þessi uppskrift dugar fyrir tvo – hellið í upphá glös og njótið!