Vissir þú að hægt er að lesa i fingur? Einmitt, ekki bara í lófa – heldur líka í fingurlengd. Auðvitað eru kenningarnar umdeildar og jafnvel lítið að marka sannindin þegar upp er staðið. En það er gaman að spegúlera í alls kyns hlutum og því ekki að renna yfir hvað fingurnir segja um karakter hvers og eins?
Þannig segja fræðin að þrjár megingerðir persónuleika falli undir kenninguna. Það sem þú þarft að gera, er að bera vísifingurinn saman við baugfingurinn. Er vísifingurinn lengri en baugfingur, jafnstór eða minni? Til viðmiðunar skaltu nota þessa ágætu skýringarmynd sem sýnir gerð A, B og C – hver þeirra líkist þinni hendi mest?
A) Töfrandi og rökföst persóna:
Ef baugfingur er lengri en vísifingur, býr viðkomandi yfir miklum persónulegum sjarma. Þessi einstaklingur er einstaklega fær í að leysa vandamál og greiða úr deilumálum og getur sennilega talað sig út úr hvaða vanda sem er. Viðkomandi getur verið einkar ákveðin/n, en býr líka yfir ríkri samkennd og á auðvelt með að setja sig í spor annarra.
B) Sjálfsöruggur og skilvirkur einstaklingur:
Ef baugfingur er styttri en vísifingur er viðkomandi búin/n miklu sjálfstrausti, vissu um eigið ágæti án þess þó að vera hrokafullur og kemur hlutunum í verk. Það er ekket slór á þessari manneskju. Viðkomandi starfar best sjálfstætt og jafnvel í einrúmi, því þannig þykir þessum einstakling best að nálgast eigin markmið. Þó er þessi manneskja síður en svo innhverf í eðli sínu. Þessi manneskja er þakklát því sem hún / hann hefur öðlast i lífinu, en er knúin áfram af metnaði og stöðugt á höttunum eftir frekari árangri.
C) Rólynd og þægileg manneskja:
Ef baugfingurinn er jafn langur visifingri gefur það til kynna að viðkomandi sé friðelskandi og þægileg persóna sem sneiðir hjá vandræðum og leiðindum. Þessi manneskja vill umfram eiga þægileg samskipti við annað fólk og er traustur, elskandi vinur og maki. Engu að síður ólga ástríður undir rólyndu yfirborðinu og þessi manneskja er ekkert lamb að leika sér við ef í hart fer.