Sjaĺdan er góð vísa of oft kveðin; ekki er hægt að ítreka nægilega oft mikilvægi þess að vera vakandi gagnvart börnum að leik og sér í lagi nærri vatni. Jafnvel í yfirfullum sundlaugum, þar sem marga ber saman – og jafnvel sérstaklega við slík tækifæri – getur verið erfitt að greina hvaða sundlaugargestur það er sem á erfitt með að halda höfði fyrir ofan yfirborðið.
Hér má sjá giftusamlega björgun í yfirfullri sundlaug – en spurningin er aftur á móti þessi – sérð ÞÚ hvaða barn á í erfiðleikum með að halda sér á floti?