KVENNABLAÐIÐ

Frískandi og nærandi tómat-hreinsimjólk með sítruskeim

Tómatar eru mjög nærandi fyrir andlitið – ekki bara innvortis – heldur líka útvortis! Og fátt er betra en nærandi, lífrænn andlitsmaski sem hreinsar af farða á laugardegi. Svona rétt fyrir kvöldið. Sítrusávextir fjarlægja fitu og mjólkin gerir hörundið silkimjúkt.

CherryTomatos_250h

Út með rándýr hreinsikrem og inn með náttúruna! Hér fer dásamleg, sáraeinföld og nærandi hreinsimjólk sem frískar upp á viðkvæmt hörund, fjarlægir fitu og óhreinindi og gerir hörundið silkimjúkt:

Uppskrift:

Einn vel þroskaður tómatur

2 matskeiðar af mjólk

2 matskeiðar af FERSKUM sítrussafa (sítróna, lime ávöxtur, appelsína)

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel saman (einnig má notast við töfrasprota) – hellið í litla skál og berið vel yfir allt andltiið yfir baðvaskinum. Nuddið vel inn í hörundið og skolið af með volgu vatni.

*Ath: Afganginn má frysta og geyma í allt að einn mánuð.  

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!