KVENNABLAÐIÐ

HERRA GREY – FJÓRÐA bókin í seríunni 50 GRÁIR SKUGGAR er komin út!

Hún er loks komin út, bókin sem flestar húsmæður heims hafa beðið með óþreyju – fjórða bókin í ritröðinni um sjálfan Christian Grey. Buzzfeed gefur bókinni arfaslaka dóma meðan Perez Hilton heldur ekki vatni yfir klúrinni orðræðu Herra Grey … sem virðist í ágætu sambandi við þrútinn drjóla sjálfs síns.

Hér má sjá sýnishorn úr GREY:

enhanced-4747-1434644342-1

Svaðalegar lýsingar á erótískum hugarórum Herra Grey virðast yfirgnæfa leturrými bókarinnar, drjólinn er iðulega sammála viðskiptajöfrinum sem hungrar eftir Anastasíu, sem grunlaus ráfar um lendur hugarheims Herra Grey.

enhanced-3812-1434636252-9

Það mun rétt; loks er komin út bókin sem flestar húsmæður heims virðast hafa beðið með óþreyju – bókin sem ber einfaldlega heitið GREY og fjallar um allt annað sjónarhorn en trílógían sjálf sem fangar hugarheim Anastasíu og endurspeglar viðhorf hennar til Herra Grey.

grid-cell-19264-1434639787-6

Þá mun engin tilviljun að bókin skuli hafa komið út á miðnætti – á afmælisdegi Herra Grey – sem mun vera 18 júní. Sjálf tísti höfundur bókanna, E.L. James og kynnti þannig afmælisgjöf Herra Grey þannig fyrir tveimur vikum með þeim afleiðingum að netið fór á annan endann, en hún sagði einfaldlega: … þeim sem báðu sérstaklega um söguna, er mér ánægja að segja að viðhorf Christian verða gefin út i sérstakri bók sem ber heitið GREY á afmælisdegi hans sjálfs, sem er 18 júní. Vonandi líkar ykkur við innihaldið! 

Til hamingju með afmælið, Herra Grey!

rs_634x979-150601085302-634-grey-front-cover

 Fifty Shades of Grey

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!