KVENNABLAÐIÐ

Orange is the New Black stjarnan Ruby Rose sprengir Twitter: „Ég er hvorki strákur né stelpa“

Ástralska fyrirsætan Ruby Rose er á allra vörum þessa dagana, en stúlkunni skaut upp á stjörnuhimininn þegar hún landaði hlutverki í þáttaseríunni Orange is the New Black og eru aðdáendur hennar á öllum aldri; konur og karlar, sam- og gagnkynheigðir, – engu skiptir hver á í hlut, Ruby Rose er búin að stimpla nafn sitt rækilega á stjörnum skrýddan vegg kvikmyndaheimsins.

YsO7ASZ

Í þáttaseriunni fer Ruby Rose með hlutverk Stellu Carlin, samfanga aðalsöguhetjunnar, Piper Chapman, sem er leikin af Taylor Schilling. En það er einstakur stíll, nálgun við hlutverkið og ögrandi sjálfstraust Ruby sem virðist hafa sett Twitter á annan endann. Þessi 29 ára gamla stúlka virðist búa yfir ómældu sjálfsöryggi, hún er ekki í vafa um hvað hún vill fá út úr lífinu og hvaða gildum hún stendur fyrir.

maxresdefault (4)

Í nýlegu viðtali við tískuritið ELLE segist leikkonan hvorki líta á sjálfa sig sem konu né karlmann og blæs á viðtekin gildi um hefðbundin kynjahlutverk.

Það merkir einfaldlega að mér finnst ég hvorki vera á einum endanum né öðrum, ég samsama mig ekki með neinu einu kyni. Ég er ekki strákur; mér líður eiginlega ekki eins og konu en ég fæddist augljóslega sem kona engu að síður. Ég er einhvers staðar mitt á milli; sem í minum augum er fullkomin lausn – eins og ég hafi fengið það besta frá báðum kynjum.

Í nýlegri stuttmynd sem Ruby Rose sendi frá sér og gaf út á YouTube túlkar hún eigin liðan og upplifun af lífinu, en í 5 minútna langri stuttmyndinni sér áhorfandinn Ruby Rose með förðun og ljósa, langa lokka ganga upp að spegli, íklæddri þröngum kjól. Smám saman týnir hún af sér spjarirnar og i lok myndbandsins er hún einna líkust karlmanni – þakin húðflúrum, með reyrð brjóst og íklædd jakkafötum.

Skilaboðin sem hún sendir gegnum myndbandið eru klárskýr; sjálfsmynd þín ákvarðast af því hvernig þér liður og hver þú telur þig vera – hvort sem þú lítur á sjálfa/n þig sem karlmann eða konu. Og það eitt er þróttmikill boðskapur:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!