DRUSLA. Flestar konur hafa heyrt orðinu fleygt fram. Einhverjir karlar líka. En orðið hefur á sér ljóta áferð, er yfirleitt notað til að lýsa konu sem þykir dónaleg, of ágeng, jafnvel alltof glaðlynd …. örlítið lauslát er líka inni i myndinni … svona í alvöru talað.
Hvað þýðir eiginlega að vera drusla?
Getur verið að kona sem kyssir marga karlmenn (eða konur) sé drusla? Er drusla kannski kona sem sefur hjá fimm á einu kvöldi? Eða er drusla sú kona sem klæðir sig í aðsniðnar flíkur? Á dónalegar buxur? Hlæja druslur mikið? Hátt kannski?
Hvað – í alvöru talað – er að vera drusla?
Er hægt að afdrusla konur? Geta konur afdruslast með því að fara í víðar flíkur, hætta að hlæja, loka bloggsíðum, sverja og sárt við leggja að þær verði aldrei aftur við karlmann kenndar … hvernig fer afdruslun eiginlega fram?
Kona ein var kölluð drusla, fór á stúfana og lagði spurninguna fram: