KVENNABLAÐIÐ

SATT & LOGIÐ: Sjö lífseigar mýtur um KYNLÍF og BLÆÐINGAR

Tölum aðeins um kynlíf. Og blæðingar. Hvað gerist þegar kona hefur samfarir á blæðingum? Einhverjum konum finnst tilhugsunin ein viðbjóðsleg meðan aðrar konur eru aldrei heitari fyrir kynlifi en meðan á blæðingum stendur. Cosmo lagði spurninguna fyrir ágætan kvensjúkdómalækni og hér má sjá svörin í íslenskri þýðingu – áhugavert nokk!

#1 – Kynlíf á blæðingum eykur hættu á sýkingu:

Ekki endilega. Nema þú hafir gengið með sama túrtappann í átta klukkustundir eða meira, en það eitt eykur bakteríumagnið í leggöngunum. Það er hreinlega allt sem mælir á móti slíku. Ef þú ert við góða almenna heilsu ætti hættan á sýkingu við samfarir meðan á blæðingum stendur ekki að vera meiri en gerist og gengur.

#2 Mýta – Að hafa túrtappann uppi á meðan eykur hættu á sýkingu:

Ekki ef túrtappinn er rétt settur upp og hefur ekki verið lengi í leggöngunum. Engu að síður ætti engin kona að notast við túrtappa meðan á samförum stendur. Það fer einfaldlega ekki vel, þar sem ekki er nógu mikið rými fyrir getnaðarliminn OG túrtappann í einu. Limurinn getur þrýst túrtappanum það langt upp að vandræða verður vart þegar þú ætlar loks að fjarlægja tappann. Reyndu frekar að nota Hettuna ef eitthvað er, ef þig langar að sofa hjá meðan á blæðingum stendur. Hettan er hættulaus, hún hindrar blóðflæðið og veldur ekki skaða á leggöngunum meðan á samförum stendur.

#3 – Konur verða alveg kynkaldar meðan á blæðingum stendur:

Sumar konur verða fráhverfar kynlifi meðan á blæðingum stendur, skiljanlega – út af öllu blóðinu og sóðaskapnum. Þó láta fjölmargar konur blæðingar ekki standa í vegi fyrir rúmbyltum og eru alveg jafn sólgnar í kynlíf þó blæðingar standi yfir. Sumar konur vilja jafnvel frekar sofa hjá meðan á blæðingum stendur og samfarir geta meira að segja dregið úr tíðaverkjum. Svo er nema von?

#4 – Kynlíf er alltof sóðalegt meðan á blæðingum stendur:

Einhverjum konum býður hreinlega við kynlífi meðan á blæðingum stendur út af blóðinu sem getur smitað út í rúmfötin, aðrar vilja ekki ofbjóða rekkjunautinum með tilheyrandi sóðaskap. Svo því ekki að fara í sturtu saman ef allt fer um þúfur og engin leið er að halda aftur af lostanum?

#5 – Þú getur ekki orðið ólétt ef þú sefur hjá á túr:

Enn og aftur. Þetta er ekki rétt. Þær konur sem fara á reglulegar blæðingar og eru alltaf með eðlilegan og heilbrigðan tíðahring eru í hverfandi hættu á að verða óléttar. En þær konur sem fara óreglulega á blæðingar og fá jafnvel milliblæðingar eru í meiri hættu á að verða óléttar en þær sem hafa reglulegar tíðir, því erfitt er að segja um hvenær egglos verður. Þess vegna er mýtan röng – þungun er möguleg meðan á blæðingum stendur.

#6 – Þú þarft ekki að nota smokk meðan á blæðingum stendur:

Jú, ef ætlunin er ekki að geta barn og engar aðrar varnir eru notaðar – nema ef um skyndikynni er að ræða. Kynsjúkdómar á borð við HIV, Syphilis og jafnvel aðrar veirur sem berast með blóði á borð við lifrarbólgu geta hæglega smitast við samfarir þegar konan er á blæðingum, svo smokkurinn er enn góð hugmynd …

#7 – Blæðingarnar verða þyngri ef kona sefur hjá …

Nei. Þetta er útbreiddur misskilningur. Sannleikurinn er sá að samdrættirnir sem myndast þegar kona fær fullnægingu eru nægilega öflugir til að þrýsta meira tíðablóði út en blæðingarnar sjálfar verða ekki þyngri og vara ekki lengur fyrir vikið.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!