Alheitasta trendið í Kína þessa dagana; einkennileg hegðun ungmenna sem flæðir yfir samskiptamiðla þessa dagana ber heitið BELLY BUTTON CHALLENGE og gengur út á að teygja aðra hendina fyrir aftan bak … eins langt og hægt er … og snerta naflann með fingurgómunum.
Einkennilegt, ekki satt? Einmitt á þessari stundu eru eflaust þúsundir einstaklinga víðsvegar um veröldina að munda sig í stellingar með farsímann í hönd til þess eins að snerta naflann á sér fyrir framan spegil. Allt til að geta smellt af mynd og deilt á netinu.
Hvaða vitleysa er þetta eiginlega?
Sagan hermir sumsé að þau ungmenni sem taka áskoruninni og bera sigur úr býtum, séu í alveg hrikalega góðu formi … og vitleysan fer eins og eldur í sinu um alla heimsbyggðina.Allir eru að reyna við áskorunina. Blöðin eru komin í málið. Og ekkert lát er á naflakáfinu.
Kînversk ungmenni hrintu æðinu af stað gegnum Twitter
Langir útlimir, almennur liðleiki og svo grönn líkamsholning mun hjálpa við áskorunina sjalfa en í raun hefur sá einkennilegi hæfileiki að geta snert naflann á sér með fingurgómunum ekkert með líkamsfimi að gera, þar sem fjölmargir fitnessfrömuðir hafa tekið áskoruninni án þess að bera sigur úr býtum.
Sú trú að hæfileikinn vísi til líkamsfimi er á misskilningi byggður
Þá eru þeir til sem segja nafla-áskorunina geta leitt til brenglaðrar líkamsvitundar og að vitleysan ýti enn fremur undir minnimáttarkennd og vanlíðan ungmenna sem ekki geta snert á sér naflann með því að snúa upp á hendina og vinda fyrir aftan bak.
Að þeim orðum sögðum situr bara ein spurning eftir …
… þorir þú að prófa?