Kristen Stewart, sem fór eftirminnilega með hlutverk hinnar ástföngnu Belle í metsölumyndunum Twilight, er tvíkynhneigð. Þetta staðfestir móðir hennar, Jules Stewart í nýútkomnu viðtali við Sunday Mirror og segir jafnframt að unnusta Kristen, Alicia Cargile, sem jafnframt er persónuleg aðstoðarkona stjörnunnar, sé indælis stúlka.
Orðrómur um samband þeirra Aliciu og Kristen hefur lengi verið á sveimi
Fréttirnar hafa farið sem eldur í sinu um heimsbyggðina og ekki síst vegna þess að það var móðir Kristen sem staðfesti kynhneigð dóttur sinnar og um leið tilfinningasamband þeirra Aliciu, en ekki Kristen sjálf.
Þá segir Jules, sem er orðin 55 ára gömul, að stúkurnar séu í skýjunum með hvora aðra.
Af hverju ætti eitthvað að mæla á móti þeirri staðreynd að Kristen á kærustu? Hún er hamingjusöm. Hún er dóttir mín. Ég er bara mamma hennar og hún veit að ég styð hana í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur. Ég virði hennar val.
Jules segir stúkurnar tvær afar lukkulegar og að það eitt skipti öllu máli
Þá segir hún einnig að Alicia sé indæl stúlka og að hún skilji ekki allt fjaðrafokið:
Já, já. Ég hef hitt nýju kærustuna hennar Kristen. Afar viðkunnaleg ung stúlka. Af hverju ætti mér ekki að líka við hana? Hún er indælis manneskja.
Kristen á góðri stundu með Robert Pattison, mótleikara og fyrrum unnusta sínum í spennuseríunni Twilight
Um fyrrum unnusta dóttur sinnar, Robert Pattison, segir Jules hins vegar:
Þau voru fallegt par, en hún er bara 25 ára gömul og ég myndi vilja sjá hana leggja talsvert meiri lífsreynslu að baki áður en hún ákveður hverjum hún vill eyða ævinni með. Sorglegast alls finnst mér að þau fengu aldrei tækifæri á að vera ein saman. Sambandið fór fram fyrir opnum tjöldum og öll heimsbyggðin fylgdist með þeim. Öll athyglin og hnýsnin eyðilagði allt, lífið varð einfaldlega óbærilegt. Þetta var allt of yfirþyrmandi fyrir þau bæði.
Um tilfinningalega úrvinnslu dóttur sinnar eftir sambandsslitin og skandalinn sem skók heimsbyggðina þegar upp komst um framhjáhald Kristen og leikstjóra Mjallhvitar, Rupert Sanders, segir Jules að dóttir sín hafi fetað sínar eigin slóðir:
Hún hefur lært að höndla eigin tilfinningar og horfast í augu við vandamálin með því að æfa bardagalistir.