Hér fer einföld, sjúklega góð og ótrúlega holl leið til að hressa upp á hefðbundna hafragrautinn. Frábær morgunverður, stútfull skál af próteinum og trefjum og þessa uppskrift tekur enga stund að búa til. Grauturinn er saðsamur, skemmtilega kryddaður – en engiferviðbótin og malaðar möndlurnar gefa bragðinu austurlenskan keim. Freistandi, heilnæmt og ferlega seðjandi morgungrautur!
Bláberin eru svo valkvæð .. en þau eru sneisafull af andoxunarefnum og mjög góð viðbót:
Uppskrift:
Tæplega 2 dl Instant-haframjöl
2 dl undanrenna / léttmjólk
1 matskeið malaðar möndlur
½ tsk fínmalað engifer
1 tsk lífrænt hunang
1 tsk hörfræ
1 matskeið fituskert vanillujógúrt
Hrærið öllu saman í skál, setjið inn í örbylgjuofn í 2 mínútur og berið svo fram!
Mynd og uppskrift: Womens Health