KVENNABLAÐIÐ

Á S T I N: Af hverju laðast YNGRI MENN að ELDRI KONUM?

Að vera eða ekki að vera ástfanginn af eldri konu. Eða yngri manni. Það er spurning allra tíma. Hvað er viðeigandi, rétt, boðlegt eða hreinlega leyfilegt? Eru tíu ár of mikið bil? Ætti kona að samþykkja stefnumót með karlmanni sem er sjö árum yngri? Vilja allir strákar upp í rúm með sér eldri konu til að næla sér í aukna reynslu?

Af hverju laðast yngri menn að sér eldri konum?

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem framkvæmd var á vegum stefnumótasíðunnar EliteSingles koma svörin á óvart. Ekki bara laðast yngri karlmenn ósegjanlega að sér eldri konum, heldur kjósa margir karlar á aldrinum 20 til 29 ára NÆR eingöngu eldri konur þegar að vali á bólfélaga, maka og ástkonu kemur.

Að sjálfsögðu er um ákveðnar alhæfingar hér að ræða, þar sem ástin þekkir engin aldursmörk og algengara er að fólk á líku reki pari sig saman. En þessar niðurstöður – sem ná til 450.000 notenda stefnumótasíðunnar – eru athyglisverðar engu að síður.

Þó sömu karlar kjósi unglegar konur í góðu formi eru skilaboðin engu að síður skýr – eldri konur eru oft aðlaðandi í augum sér yngri manna og ekki bara vegna mögulegrar bólfimi, heldur vegna þroska þeirra, yfirvegunar og sjálfstæðis.

Ellefu ára aldursmunur virðist gullna reglan og þannig mátti greina svör karla allt upp á sextugsaldur sem sögðust vel geta hugsað sér að taka saman við konu sem væri allt að áratug eldri en þeir sjálfir. Samkvæmt því sem Sam Oven, sálfræðingur, segir í umfjöllun um niðurstöður á Huffington Post, hefur þrá yngri karla eftir sér eldri ástkonum sennilega með þjóðfélagslegar breytingar að gera:

Sennilega er breytt þjóðfélagsskipan, aukið sjálfstæði kvenna og nútímaleg viðhorf til jafnréttis að skila sér á þessa vegu út á stefnumótamarkaðinn. Ungir karlmenn nú til dags gera sér fulla grein fyrir því að eldri konur eru fjölhæfar og fullfærar um að bera margþætta ábyrgð; þær gegna oft fullu starfi, eiga börn, halda úti heimili, halda sér í formi, hafa vald á eigin fjárhag og lifa líflegu félagslífi. Sem svo aftur gerir þær spennandi viðureignar, aðlaðandi í augum karlmanna og traustsins verðar.

Þá er fyndið frá því að segja að á sömu stundu og yngri karlar laðast að sér eldri konum, er þvi þveröfugt farið þegar konurnar sjálfar eiga í hlut. Konur laðast i meira mæli að sér eldri körlum og kjósa heldur að vera yngri aðilinn í sambandinu. Þar fara konur um og yfir fimmtugt fremstar og segjast helst kjósa maka sem er að minnsta kosti sex árum eldri. Yngri kynsystur þeirra laðast (samkvæmt umræddum niðurstöðum) meir að körlum sem eru að minnsta kosti áratug eldri en þær sjálfar og sögðu kvenkyns þáttakendur sem sátu fyrir svörum í umræddri könnun að þær gætu ekki hugsað sér að fara á stefnumót með karlmanni sem væri meira en þremur árum yngri.

 

Hér má sjá línurit sem sýnir niðurstöðurnar:

o-YOUNG-MEN-OLDER-WOMEN-570

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!