Þessi sænska barnabók, Svona verða börnin til, kom út árið 1975 og stuttu síðar var hún þýdd og gefin út á Íslandi. Margir foreldrar gáfu börnum sínum þessa bók og þótti ekkert tiltökumál á þeim tíma enda útskýrir hún í myndum og máli hvernig börnin verða til. Nokkuð sem brennur á öllum börnum.
En hvað finnst ykkur? Er þetta falleg barnabók sem ætti að vera til á hverju heimili EÐA Einhver mest sjokkerandi barnabók allra tíma?
1. Svona leit forsíðan út. Takið eftir þverröndóttum klæðnaði foreldranna og fótlagaskónum. Tígóið á mömmunni –smart!
2. Hér er önnur mynd af foreldrunum. Takið eftir æðisglampanum í augum föðursins!
3. Líkamsgerð karls og konu útskýrð.
4. Nú færist fjör í leikinn.
5. Getnaði lýst í máli og mynd.
6. Getnaður hefur átt sér stað en foreldrarnir enn grunlausir.
7. Pabbinn er enn dálítið undarlegur í framan og tígó mömmunnar á sínum stað.
8. Þau standa enn í sömu sporunum meðan mamman gildnar meðan barnið vex.
9. Níu mánuðum síðar standa þau enn hreyfingarlaus og fæðingin nálgast óðum.
10. Nú loks klæðir mamman sig og tilkynnir að barnið muni fæðast senn.
11. Þau keyra á spítalann á fallega blómabarnabílnum sínum.
12. Faðirinn og læknirinn standa við hlið móðurinnar og minna helst á raðmorðingja.
13. Það sést í höfuðið! (Á hverju heldur læknirinn?)
14. Nú koma hendurnar! ( Læknirinn er búinn að losa sig við morðvopnið)
15. Eintóm hamingja!
16. Komin heim og nú hefst brjóstagjöfin.
17. Nú eru pabbinn og mamman hamingjusöm því nú eru þau fjölskylda! ( Þetta var fyrir tíma allskonar fjölskyldna)