Spinat er kannski ekki svarið við öllu, en er engu að síður sneisafullt af bætiefnum. Spínat er alger unaður hráefni til að setja út í grænan drykk að morgni, því það inniheldur enga fitu, er laust við kolvetni, utan þess að spínat inniheldur bara örfáar kaloríur. Spínatið er líka auðugt af A, C og K vítamum, járni, trefjum og fólatsýru.
Í þennan drykk þarftu 1 banana (frosinn og afhýddan eða nýjan úr búðinni) og eina matskeið af lífrænu hnetusmjöri i blandarann. Næst stendur valið um 2 dl af möndlumjólk eða 2 dl af AB mjólk – þitt er valið!
Fylltu að síðustu blandarann upp í topp með spinatlaufum. Áætlaðu bara og fylltu blandarann af iðilgrænum laufum, vertu rausnarleg/ur frekar en hitt. Smelltu blandaranum af stað og hrærðu vel þar til blandann er orðin þétt og mjúk í sér og engar ójöfnur er að finna i blöndunni.
Helltu í upphátt glas – og njóttu!
Uppskrift: Iowagirleaats