Það var sjálf Sophia Loren sem sagði einhverju sinni að kynþokkinn væri ekki fólginn í flegnum fatnaði heldur væri kynþokkinn tilfinning. Sem kemur innan frá. Eins konar sjálfstraust, líðan – tilfinning – Sophia sagði konur ekki geta orðið kyntákn; konur fæddust annað hvort sem kyntákn eða ekki.
Og sennilega er eitthvað til í orðum Sophiu, einnar fegurstu konu heims. Kynþokki er ekki skapaður úr verksmiðjuframleiddum flíkum og verður ekki keyptur út í búð. Það eitt að vera sexi er einhver innri ljómi – neistinn hið innra – tilfinningin, sem fylgir því að líða vel í eigin skinni.