Hrífandi hugdetta Caitlin Domanico, sem er ljósmyndari að mennt og tveggja barna móðir hefur undið skemmtilega upp á sig, en nýjustu ljósmyndaseríu Caitlin er ætlað að hvetja og styðja við alla nýbakaða foreldra sem ýmist brjóstfæða börn sín, pelafæða ungviðin eða þurfa aðstæðna vegna að notast við brjóstapumpu til að næra eigið barn.
Serían ber nafnið United We Feed og sýnir úrval vina og kunningja Caitlin þar sem þau fæða börn sín á fjölbreytilega vegu. Myndirnar varpa skemmtilegu ljósi á fjölbreytileika fjölskyldna og þjóna um leið því áhrifamikla hlutverki að sýna mörg andlit ástin sjálf hefur. Einhverjar konur brjóstfæða. Aðrar gefa pela. Svo eru það þær sem þurfa að snúa til vinnu frá kornabörnum og notast við brjóstapumpu í kaffitímum. Þá eru ótalin þau börn sem nærast gegnum sondu.
Myndirnar minna einnig á hversu ólikt ferðalag hvers og eins gegnum foreldrahlutverkið er. Í viðtali við Huffington Post segir Caitlin að hún beri þá von i brjósti að serían muni vekja upp umburðarlyndi og samhygð; vinna but á ríg milli mæðra með því að sýna fram á að öll erum við mannleg og að við höfum aðeins eitt sameiginlegt markmið – að elska litlu börnin okkar af öllu hjarta.
Innblástur í seriuna sótti Caitlin svo til eigin reynslu af brjóstagjöf. Elsta dóttir hennar var sex mánaða og nærðist á móðurmjólk sem var handmjólkuð úr pumpu og þurrmjólk á pela, en yngsta dóttir hennar nærðist eingöngu á brjóstinu fyrstu 18 mánuðina þar sem hún þverneitaði að drekka úr pela og tók ósjaldan æðisköst þegar henni var boðin stútkanna.
Ég hef svo oft rætt við fjölskyldu og vini um hvernig dætur mínar nærðust sem ungabörn og hvers vegna ég fæddi þær eins og ég gerði og hvernig mér leið meðan á öllu stóð. Ég sótti stuðning í og leitaði ráða frá öðrum konum þegar ég var óörugg, hrædd, stolt, full sektarkenndar og jafnvel staðráðin.
Umfjöllun Huffington Post um gullfallegar ljósmyndir Caitlin sem sýna fjölbreytileika foreldrahlutverksins má lesa hér en Caitlyn heldur einnig úti vefsíðu og er með Facebook síðu þar sem fylgjast má með verkum hennar og umfjöllunarefnum.