KVENNABLAÐIÐ

SATT EÐA LOGIÐ: FIMM kolrangar MÝTUR um KYNFÆRI kvenna

Tölum aðeins um konur. Og kynfæri. Píkur. Goðsagnir, mýtur og alls kyns vitleysu sem fólk lætur gjarna falla, flökkusögur og sannleikann sem að baki þeim liggur. Hvað veit maður í raun og veru mikið um píkur þegar upp er staðið? Píkur eru yndislegar; uppspretta lífs – miðja konunnar … og koma í öllum gerðum og stærðum. Hér fara fimm sennilegar en rangar mýtur um kynfæri kvenna ásamt sannleikanum í bland:

#1 – Borðaðu ávexti! Þá bragðast píkan á þér betur …

Sannleikurinn er sá að þó að ákveðnar fæðutegundir geti verið frygðarauki, breytist sýrustig slimhúðarinnar ekki við ávaxtaát. Né heldur verður píkan bragðbetri ef kona hámar í sig ananas eins og vitlaus sé. Hrár fiskur gerir píkuna ekki bragðvonda og þannig er engin leið að hafa áhrif á lykt, bragð eða lögun píkunnar með ávaxtaáti. Hins vegar eru ávextir bragðgóðir og næringarríkir svo …

#2 – Allar píkur eiga að líta eins út:

Alls ekki! Píkur eru fallegar í eðli sínu, þær koma í öllum stærðum og gerðum og engin ein rétt lögun eða stærð er rétt eða röng. Skapabarmar eru náttúrulegur og eðlilegur hluti af kynfærum kvenna og engar tvær píkur eru nákvæmlega eins. Í því er náttúruleg fegurð kvenna fólgin, í einstakri lögun hverrar og einnar. Fegrunaraðgerðir á skapabörmum hafa færst í vöxt undanfarin ár, þar af aðgerðir sem snyrta innri skapabarma í þeim tilgangi að gera þá „fegurri” en oftar en ekki er um óþarfa inngrip að ræða. Skapabarmar eru alls kyns, allar píkur eru einstakar og eðlilegar að gerð og lögun.

#3 – Þú verður að þrífa píkuna vel:

Ó. Ekki nota sápu og ekki skrúbba. Píkan – kynfæri kvenna – eru útbúin sjálfhreinsandi búnaði frá nátturunnar hendi og sterkur sápulögur getur sett sýrustigið alveg úr jafnvægi. Jafnvel ollið sveppasýkingu, kláða og sviða. Hið rétta er að volgt vatn og mjúkur þvottapoki gerir mesta gagnið. Kynfæri kvenna ilma frá náttúrunnar hendi og sterk lykt frá útferð er venjulega merki um sýkingu sem öll sápa heims getur ekki afmáð. Sé það tilfellið ætti konan að panta tíma hjá lækni sem fyrst.

#4 – Smávaxnar konur eru með nettari píku:

Nei. Þjóðsagan er lífseig en það er ekkert segir að smávaxnar og grannvaxnar konur séu með nettari og fallegri kynfæri en hávaxnari eða þéttvaxnari konur. Goðsögnin um þröngu píkuna er líka bara upplogin þjóðsaga. Píkur eru teygjanlegar; leggöngin hafa mikið þanþol – eðli málsins samkvæmt – þar sem konum er gert að fæða börn í heiminn.

Sannleikurinn er sá að smágerðar og grannvaxnar konur eru með smærri beinabyggingu en þær sem stærri eru. En engin líffræðileg rök liggja að baki þeirri mýtu að smávaxnar konur séu með minni líffæri en aðrar konur. Vegna smæðar mjaðmagrindarinnar getur hins vegar verið erfiðara fyrir smávaxnar konur að fæða börn en að halda því fram að smávaxnar konur séu með minni píku en hávaxnar konur er bull og þvættingur.

#5 – Of mikið kynlíf gerir píkuna víða …

… já, þetta er auðvitað bara bull. Nei. Leggöngin verða ekki slöpp og þreytt af of miklu kynlífi og píkan verður ekki víð fyrir vikið. Þetta er gömul Gróusaga sem á uppruna sinn að rekja til hræðslublandinna viðhorfa til aukins sjálfstæðis kvenna. Í alvöru. Einu merkjanlegu breytingar sem geta orðið á stærð og lögun legganga konu eru barneignir. Þvi hugsaðu þér bara … leggöngin, kynfæri kvenna, pikan – hvaða orð sem þú kýst að hafa yfir æxlunarfæri kvenna … eru megnug þess að fæða nýtt líf í heiminn!

Húrra fyrir píkum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!