Nú geta allar konur litið út eins og Beyoncé! Svo framarlega sem þær kaupa bókina. Eða fylgja í það minnsta 22 daga fæðukúrnum sem ofurstjarnan segir hafa gjörbylt lífi sínu og gert henni kleift að grennast loks. Í viðtali við Good Morning America viðurkenndi Beyoncé að glíma við rokkandi viktina og að hún ætti erfitt með að halda sér í formi.
Ég er ekki grannvaxin kona og þarf að gæta mín á aukakílóunum. Ég þarf að gæta mjög vel að mataræðinu. Ég er með kvenlegar línur og ég er stolt af þeim en ég hef alltaf þurft að gæta að mataræðinu, alveg frá því að ég var barn. Ég hef prófað ýmislegt en loksins, bara loksins fann ég eitthvað sem hentar mér. Þessi kúr virkar. Eins og þetta er búið að vera erfitt fyrir mig.
Galdurinn segir Beyoncé vera 22 daga fæðukúrinn sem er VEGAN kúr og byggir á jurtum, grænmeti og ávöxtum – kolvetnaríkum mat – heilum þremur máltíðum á dag. Galdramaðurinn að baki 22 daga kúrnum heitir Marco Borges og staðhæfir að þriggja vikna átakið geti hjálpað fólki að hefja nýjan og heilbrigðari lífsstíl. Sjálf skrifar Beyoncé inngang bókarinnar, sem ber nafnið The 22-Day Revolution og rokselst þessa dagana.
Beyoncé segist forfallinn mathákur – Ef ég gat það, þá getur þú það líka! Prófaðu í 22 daga!
En það er ekki allt, því Beyoncé segir þriggja vikna kúrinn hafa gert kraftaverk fyrir andlitshörundið – ekki bara mittismálið og viktina:
Húðin á mér varð miklu stinnari. Miklu þéttari og fallegri en áður. Kílóin runnu af mér. Og þau komu ekki aftur.