Pippa Middleton, systir sjálfar Kate Middleton, sem er verðandi drottning Breta, er tekin til við fatahönnun. Ekki er línan stór og samanstendur einungis af stökum sumarkjól og gullfallegum klút til viðbótar, en Pippa stígur sín fyrstu skref innan hátískuheimsins í samstarfi við breska hátískuhönnuðinn Tabitha Webb.
Sumarkjóllinn er úr hrásilki og kostar litlar 59.000 íslenskar krónur á núverandi gengi
Tilgangur línunnar er að styðja við BRITISH HEART FOUNDATION – eða Hjartavernd Bretlands (ef svo má að orði komast) og rennur allur ágóði af sölu kjólsins og kasmírslæðunnar óskiptur til styrktar velgjörðarhjólreiðum sem farnar verða bráðlega frá London til Brighton í fjáröflunarskyni en Pippa mun taka þátt í velgjörðarhjólreiðunum.
Klúturinn er ofinn úr hágæða kasmírull og kostar ríflega 19.000 íslenskar krónur á núverandi gengi
Pippa, sem sjálf er velgjörðarsendiherra Hjartaverndar í Bretlandi, segist vera í skýjunum yfir framtakinu og að henni hafi þótt gífurlega gaman að hanna línuna.
Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi, eitthvað skapandi og skemmtilegt fyrir Hjartavernd. Að fá tækifæri á að hanna línuna í samstarfi Tabithu í fjáröflunarskyni fyrir Hjartavernd var enn skemmtilegra og vekur vonandi athygli á baráttumálefnum samtakanna.
Svo mörg voru þau orð – og við spyrjum nú – mun Kate klæðast kjól Pippu í sumar?