Nú er reðurhringur kominn á markað, titrari sem er festur við getnaðarlim karla sem er ekki einungis ætlaður til þess að auka á unað heldur mælir einnig brennslu meðan á samförum stendur.
Reðurhringurinn, sem ber nafnið LOVELY, telur þannig fjölda mjaðmahnykkja og einnig hversu oft parið skiptir um stellingu meðan á samförum stendur. LOVELY reðurhringurinn vinnur svo úr tölfræðilegum upplýsingunum gegnum sérhannaða snjallsímaviðbót og kemur með tillögur að úrbótum í kynlífinu.
Reyndar er frammistöðutólið, eða þrekhringurinn eins og fremur mætti kalla þennan nýstárlega titrara sem mælir ekki einungis frammistöðu elskenda í rúminu, brennslustig og rúmbyltur – enn á tilraunastigi og stendur fjáröflun yfir á vefsíðunni IndieGoGo.
Þegar þessi orð eru rituð hefur um 20% af fjárhagslegu markmiði þegar skilað sér, en þeir sem leggja fé í hugmyndina fá að velja úr fimm mismunandi litasamsetningum og hreppa þrekhring að launum fyrir veittan stuðning. Reðurhringurinn mun svo kosta litla 129 dollara þegar tækið loks kemur á markað, eða u.þ.b. 17000 íslenskar krónur og eru tollar og aðflutningsgjöld til Íslands þá ótalin.
Einmitt; ekki bara stuðlar nýji reðurhringurinn að auknum unaði beggja – heldur er um eins konar frammistöðumælingu að ræða. Hrikalegt í sjálfu sér og skemmtilegt fyrir þau pör sem vilja gjarna viðhalda líkamlegri heilbrigði og bæta árangur sinn um leið.
Að öllu gríni slepptu, er LOVELY áhugaverð viðbót í svefnherbergið sem virðist koma á óvart – sérstaklega ef mið er tekið af því að nú er hægt að skrásetja frammistöðu elskenda í rúminu … sem væntanlega verður einhverjum hvatning til aukinna afreka.